Starfsfólk
Leikskólarnir
Barnaskólarnir
hugmyndafræðin
Skólarnir okkar
18 leik- og grunnskólar um land allt

Í tengslum við náttúruna
Við veljum að staðsetja skólana okkar í nánum tengslum við náttúruna ef þess er kostur. Útisvæðin okkar eru rík af náttúrulegum efnivið með rannsóknarmöguleikum í drullumalli, klifri í trjám eða grjóti. Síðan heimsækjum við hefðbundna leikvelli í nágrenninu til að prófa leiktækin.

Hjallastefnan
Velur að starfrækja
sjálfstæða leik- og grunnskóla til
að valdefla konur og kvennastörf
og auka fjölbreytni í skólastarfi.

Jafnréttisfélag
Sem jafnréttisfélag höfum við
barist fyrir því að sama fjármagn
fylgi til hvers barns svo foreldrar
njóti valfrelsis, óháð fjárhagsstöðu sinni.

Virðing
„Hjallastefnan hafnar vinnubrögðum sem steypa alla í sama mót og ýta stöðugt undir samanburð og samkeppni. Þess í stað er borin virðing fyrir fjölbreytileika okkar og þeim ólíku tækifærum sem okkur hafa gefist.“
Rannsóknir á Hjallastefnustarfi benda til eftirfarandi:
- Minni hávaði en í samanburðarleikskólum
- Meiri foreldraánægja í könnunum en í samanburðarhópum
- Betri námsárangur en í samanburðarhópum
- Mælanlegt einelti er minna en gengur og gerist
- Hugmyndir okkar barna um kynhlutverk mælast opnari og óbundnari en annarra barna
- Sjálfsmynd okkar barna mælist að hluta sterkari en hjá öðrum börnum
8000+
Nemendur
18
Skólar
28
Verðlaun og viðurkenningar
FRÉTTABRÉF
Margt rekur á fjörur okkar, slástu í hópinn og skráðu þig
